Skilmál

Skilmálar

Hjá Norðurhús / Eimreið leggjum við áherslu á að veita viðskiptavinum okkar persónulega og góða þjónustu. Hér koma upplýsingar um þá skilmála sem net verslunin gefur sér. Ef þú hefur einhverjar frekari spurningar þá svörum við fyrirspurnum á nordurhus@gmail.com
Það er 18 ára aldurstakmark hjá okkur. Ef viðskiptavinur er uppvís að því að segja ósatt til um aldur verður greiðsla bakfærð gegn samþykki foreldris eða forráðamanns.
Pantanir eru sendar samdægurs, annars næsta virka dag.
Vilji viðskiptavinur hætta við pöntun eftir að hafa staðfest pöntun í vefverslun er best að hringja í okkur. Við getum þá bakfært pöntunina og endurgreitt hana að fullu. Ekki verður endurgreitt fyrr en varan hefur skilað sér til okkar.
Ef viðskiptavinur vill skila eða skipta vöru þarf að koma henni til okkar innan 14 daga frá afhendingu. Viðskiptavinur á rétt á að skipta í aðra vöru eða inneignarnótu ef vörum er skilað innan 14 daga eftir afhendingu. Viðskiptavinur getur farið fram á endurgreiðslu á vörum sem er skilað innan 14 daga en greiðir sjálfur sendingarkostnaðinn ef viðkomandi sendir vöruna til baka. Viðskiptavinur ber ábyrgð á þeirri rýrnun á verðgildi vörunnar sem stafar að meðferð hennar, sem ekki telst nauðsynleg til að staðfesta einkenni, eiginleika og virkni. Innsigli verða að vera órofin.
Öllum pöntunum er dreift af Íslandspósti og gilda afhendingar-, ábyrgðar- og flutningsskilmálar Íslandspósts um afhendingu vörunnar. Verði varan fyrir tjóni í flutningum biðjum við viðskiptavini um að hafa samband við okkur og við leysum málið saman. Eftir að viðskiptavinur hefur veitt vörunni viðtöku er hún alfarið á ábyrgð viðskiptavinar.
Allar sendingar, nema bréfapóstur (kemst inn um lúgu), eru skráðar og fá sendinganúmer frá Íslandspósti. Enginn sendingar kostnaður þegar pantaðar eru 5 stk (5 x 10ml), eða fleiri
1. Vörum eru einungis hægt að skila/skipta hafi innsigli ekki verið rofið.
2. Sé vara gölluð, afhent gölluð eða galli komi í ljós við fyrstu notkun, fæst henni skipt fyrir sömu vöru nema hún sé ekki lengur til á lager. Þá er sambærileg vara afhent í staðin. Viðskiptavinur ber ábyrgð á því að athuga hvort vara virki eins og hún á að gera frá því að hún er keypt.
3. Þegar vöru er skilað póstleiðis verður viðskiptavinur að senda hana til okkar vel innpakkaðri ásamt nafni og öðrum viðeigandi upplýsingum. Viðskiptavinur ber ábyrgð á vörunni þar til henni hefur verið veitt viðtöku. Viðskiptavinur verður að útvega eintak af upprunalegu kvittuninni, tilgreina hvert vandamálið sé og hvað hann vill að við gerum. Við erum ekki ábyrg fyrir "tapaðri" sendingu sem er að koma til okkar.
4. Viðskiptavinir sem reyna að skila klónum af vörum (vörum sem ekki voru keyptar af okkur og ekki gerðar af framleiðendum sem við styðjum) munu fá vöruna senda aftur til þeirra á eigin kostnað. Þeim viðskiptavinum verður ekki lengur heimilt að versla við okkur í vefverslun og málið meðhöndlað sem vörusvik.
 
Lög og varnarþing
Skilmálar þessir eru í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjaness.
Við fögnum athugasemdum um þessa skilmála. Ef þér finnst við ósanngjörn að einhverju leiti eða ef eitthvað er óskýrt, hafðu þá endilega samband við okkur og við munum finna leið til að gera alla ánægða.
 Vilji viðskiptavinur falla frá kaupum á vörum hjá okkur hefur hann 14 daga til þess. Hægt er að koma með vöruna í búðir okkar og senda okkur tölvupóst. Við viljum benda fólki á eyðublað í Reglugerð 435/2016 sem hægt er að fylla út og senda okkur.
Komi upp ágreiningur um þessa skilmála er viðskiptavinum bent á að leita til Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa.
Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa
Borgartún 21, 105 Reykjavík
www.kvth.is

18 ára aldurstakmark á öllum vörum.

Endursendist til:
Norðurhús
P.O. Box 4210
108, Reykjavík

Norðurhús:
Miðdal 10
190, Vogar
kt: 510299-2809
vsk: 61341
S. 778-9757